Embætti umboðsmanns skuldara opnar starfsstöð á Akureyri
Ákveðið hefur verið að opna starfsstöð frá embætti umboðsmanns skuldara á Akureyri og hefur verið auglýst eftir sérfræðingi til ráðgjafastarfa. Ráðgjafi annast m.a. ráðgjöf til viðskiptavina embættisins og aðstoðar við úrlausnir er varðar greiðsluaðlögun, úrvinnslu erinda, samningagerð og eftirfylgni verkefna þeirra sem umboðsmaður skuldara ber ábyrgð á. Umsóknarfrestur um stöðuna er til og með 28. nóvember nk.
Svanborg Sigmarsdóttir kynningarfulltrúi embættisins, segir að ekki sé ljóst hvenær starfstöðin verði opnuð, eða hvar hún verður staðsett á Akureyri. Hún segir að vinna við undirbúning vegna opnunar starfsstöðvarinnar hafi staðið yfir í nokkurn tíma. Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar fagnar því að opna eigi starfsstöð frá embættinu á Akureyri. Ég hefði þó viljað sjá þetta gerast mun fyrr og þegar þörfin var mest. Ég vona jafnframt að þetta sé fyrsta skrefið í að færa fleiri opinber störf út á land.