EM-torgið hefur slegið í gegn á Akureyri
Baldvin Esra Einarsson er maðurinn á bak við EM-torgið í miðbæ Akureyrar þar sem fólk hefur safnast saman og fylgst með leikjum íslenska liðsins á Evrópumóti karla í knattspyrnu sem fram fer í Frakklandi. Óhætt er að segja að bæjarbúar hafi tekið vel í uppátækið og hefur Baldvin skapað áður óþekkta stemmningu á Ráðhústorginu. Vikudagur spjallaði við Baldvin um framtakið og viðtökurnar en viðtalið má nálgast í prentútgáfu blaðsins.
-Vikudagur, 23. júní