Í dag fer fram fyrsti leikur íslenska kvennalandsliðsins á Evrópumeistarmótinu í knattspyrnu, sem haldið er í Finnlandi, þegar Ísland mætir Frökkum á Tampere- leikvanginum. Akureyringar eiga sinn fulltrúa í liðinu en Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Þórs/KA, er meðal 22 leikmanna íslenska liðsins. Rakel byrjar á varamannabekknum í dag.
Ísland leikur í afar erfiðum riðli á mótinu en með Íslendingum í riðli eru Heimsmeistarar Þjóðverja, Frakkar og Noregur. Tvö efstu liðin í hverjum riðli fara áfram í keppninni, auk þess sem þau tvö lið sem ná bestum árangri í þriðja sæti komast áfram.
Leikur Íslands og Frakka hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og er sýndur beint á RÚV.