Elvar Páll missir af sex síðustu leikjum KA

Markahæsti leikmaður KA í sumar, Elvar Páll Sigurðsson, mun missa af síðustu sex leikjum liðsins í deildinni í það minnsta þar sem hann heldur í nám erlendis í byrjun ágúst. Vonir standa til að Elvar geti leikið gegn Þrótti á Akureyrarvelli þann 11. ágúst en það er þó ekki víst. 

Elvar Páll hefur skorað fimm af þeim 12 mörkum sem KA hefur skoraði í sumar í 1. deildinni og því slæmt fyrir KA-menn að missa hann fyrir endasprettinn, en fyrir hafði Andrés Vilhjálmsson helst úr lestinni vegna meiðsla.

KA-menn freista þess að styrkja sig á meðan leikmannaglugginn er opinn og er liðið að skoða enskan kantmanninn Theo Furness þessa dagana. Engin önnur nöfn hafa verið nefnd til sögunnar en KA mun ætla að styrkja sóknarlínuna fyrir lokasprettinn í deildinni.

Nýjast