Elsta hús Akureyrar til leigu

Laxdalshús.
Laxdalshús.

Akureyrarbær auglýsir til leigu Laxdalshús sem stendur við Hafnarstræti 11, er byggt árið 1795 og er elsta hús bæjarins. Húsið var reist sem íbúðarhús en hefur á undanförnum árum m.a. gegnt hlutverki veitingastaðar, skrifstofuhúsnæðis, sýningarrýmis og æfingaraðstöðu fyrir kammerkór. Stærð hússins er 134 m2 og við það stendur 18 m2 skúr. Húsið er friðað og fyrirhuguð starfsemi þarf að taka mið af því, segir í frétt á vef bæjarins.


Nýjast