Elmar Dan til KA
KA hefur fengið liðsstyrk í 1. deild karla í knattspyrnu en Elmar Dan Sigþórsson hefur ákveðið að leika með liðinu út tímabilið. Elmar lék síðast með KA sumarið 2008 en hélt þá út til Noregs. Koma Elmars er er kærkominn fyrir KA þar sem Andrés Vilhjálmsson verður ekkert meira með í sumar vegna meiðsla.
Elmar verður hins vegar ekki með í kvöld er KA tekur á móti ÍA á Akureyrarvelli, en verður væntanlega með norðanmönnum er þeir sækja BÍ/Bolungarvík heim í næstu viku. Þá eru það einnig góða fréttir fyrir KA að Srdjan “Tufa” Tufegdzic er farinn að æfa ný með liðinu og gæti orðið klár eftir 1-2 vikur.