Elín Hallsdóttir er 100 ára í dag

Brekkan á Akureyri. Mynd: Hörður Geirsson.
Brekkan á Akureyri. Mynd: Hörður Geirsson.

Elín Hallsdóttir íbúi á Öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri er 100 ára í dag, 3. nóvember.  Hún fæddist á bænum Steinkirkju í Fnjóskadal og ólst þar upp í stórum hópi systkina. Hún bjó á Akureyri á fullorðinsárum og starfaði sem verkakona, lengst af hjá Efnaverksmiðjunni Sjöfn. Elín var ógift og barnlaus. Hún hefur dvalið á Hlíð undanfarin ár.

 

Nýjast