Eldur logaði við bæinn Bitru

Slökkvilið Akureyrar var kallað út um um 21:20 í gærkvöld vegna elds í reykhúsi sem stendur við bæinn Bitru í Kræklingahlíð norðan Akureyrar. Allt vakthafandi lið slökkviliðsins á tveimur dælubílum fór á staðinn og logaði þá vel upp úr reykhúsinu. Að sögn Þorbjörns Haraldssonar slökkviliðsstjóra gekk vel að slökkva eldinn. Eldsupptök eru ókunn en líklegt þykir þó að kynt hafi verið of skart í reykhúsinu.

Nýjast