Eldur í þaki Kaffibrennslunnar
Slökkvilið var kallað út að Kaffibrennslunni við Tryggvagötu á Akureyri á áttunda tímanum í kvöld. Eldur hafði komið upp í afmörkuðum hluta þaks hússins. Fyrr um daginn hafði verið unnið að framkvæmdum í þeim hluta þaksins, mbl.is greindi frá þessu.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri náði eldurinn hvergi að teygja anga sína inn í húsið. Samt var tekin ákvörðun um að reykræsta húsið þegar slökkviliðið hafði ráðið niðurlögum eldsins. Skemmdir á þakinu voru lítilsháttar.