Eldur í íbúð á Akureyri

Eldur kviknaði í feitipotti á eldavél í raðhúsi á Akureyri í gærkvöld og munaði minnstu að illa færi. Þegar unglingur á heimilinu sá rjúka úr eldi í pottinum, skvetti hann vatni í pottinn, en þá breiddist eldurinn út.  

Greip hann þá til sökkvitækis og slökkti eldinn, en þá hafði reykur og sót borist um íbúðina. Slökkviliðið kom á vettvang og reykræsti, en einhverjar skemmdir urðu af sóti. Þetta kemur fram á visir.is.

Nýjast