Eldur í gámi hjá GPO á Akureyri

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Karl Eskil
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Karl Eskil

Slökkvilið og lög­regla á Ak­ur­eyri voru kölluð út að húsakynnum fyrirtækisins GPO  við Súlu­veg 2 rúm­lega fimm í morg­un vegna elds í gámi. Um er að ræða fram­leiðslu á eldsneyti úr úr­gangsplasti.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Ak­ur­eyri reyndist eldurinn hins vegar staðbundinn í búnaði, sem var inni í gámi í verksmiðjunni. Eldvarnarbúnaður lokaði gámnum og slökkvikerfi fór í gang inni í honum. Eldurinn breiddist því ekki út um fyrirtækið. Talsverðan reyk lagði um allt, en slökkvistarf gekk vel. Eldsupptök eru enn ókunn.

 

Nýjast