Eldur í bíl við Hof
Slökkviliði Akureyrar barst tilkynning um reyk frá fólksbíl sem stóð við Menningarhúsið Hof um miðjan dag í gær. Þegar slökkviliðið kom á staðinn reyndist eldur í undirvagni bílsins að aftanverðu. Eldurinn reyndist vera í drifi að aftanverðu en sprungið hafði á bílnum á leið frá Mývatnssveit og þurfti bílstjórinn að keyra á litlu varadekki stóran hluta leiðarinnar.
Slökkvistarf gekk einstaklega vel að sögn aðstoðarvarðstjóra. Bíllinn er mikið skemmdur ef ekki ónýtur. Þetta kemur fram á vef slökkviliðsins.