Í Oddeyrarskóla á Akureyri hefur sá háttur verið hafður á til fjölda ára, að í desember byrja nemendur í 7. bekk að mynda tengsl við börn á elstu deild leikskólans Iðavallar, börn sem eru væntanlegir nemendur í 1. bekk í Oddeyrarskóla. Samkvæmt upplýsingum Ragnheiðar Lilju Bjarnadóttur, deildarstjóra í Oddeyrarskóla, eru búin til vinapör, stóru krakkarnir sýna þeim litlu skólann, fara með þeim í gönguferð og heimsækja þau í leikskólann. Við skólabyrjun að hausti taka þessir sömu nemendur, þá komnir 8. bekk, á móti 1. bekkingum fyrsta skóladaginn. Þeir eru með þeim frímínútum alveg fyrstu vikuna og fylgja svo þessum vinum sínum eftir á ýmsa vegu fyrstu skólaárin. Á þeim dögum, þegar allur skólinn fer eitthvað saman, sjá stóru krakkarnir oft á tíðum um sína vini í yngstu bekkjunum. Með þessu móti eflum við ábyrgðartilfinningu unglinganna, náum öflugri tengslum á milli aldursstiga og aukum til muna öryggi yngstu barnanna, segir Ragnheiður Lilja.