Ekki þurfi að gera könnun um sauðfjárbeit í Hrísey

Bæjarráð Akureyrar telur ekki rétt að efna til sérstakrar könnunar um sauðfjárbeit í Hrísey eins og hverfisráð Hríseyjar lagði til, samhliða sveitarstjórnarkosningunum. Bæjarráð telur mikilvægt að áfram verði leitað leiða til þess að bregðast við þeim vágesti sem útbreiðsla skógarkerfils er í Hrísey og því er eðlilegt að gera tilraun með sauðfjárbeit í afmörkuðum hólfum til að bregðast við þessum vanda.  

Bæjarráð telur nauðsynlegt að fyrir liggi jákvæð afstaða viðkomandi yfirvalda til þessarar leiðar áður en lengra er haldið.

Nýjast