Ekki siglt með ferðamenn á Mývatni
Umsókn ferðaþjónustubónda á Geiteyjarströnd til fimm ára tilraunasiglinga með ferðafólk á Mývatni hefur verið hafnað af Umhverfisstofnun. Aðalástæðan ku vera truflandi áhrif á fuglalíf sem starfsemin gæti valdið.
Bóndinn hefur ákveðið að kæra niðurstöðuna til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Í umsókninni er sótt um siglingar á 20 manna norskum trébáti, knúinn með rafmagni. Fyrirhugað er að hefja starfsemi á næsta ári. /epe.