Ekki siglt með ferðamenn á Mývatni

Mývatn. Mynd:js
Mývatn. Mynd:js

Um­sókn ferðaþjón­ustu­bónda á Geiteyj­ar­strönd til fimm ára til­rauna­sigl­inga með ferðafólk á Mý­vatni hefur verið hafnað af Umhverfisstofnun. Aðalástæðan ku vera trufl­andi áhrif á fugla­líf sem  starfsemin gæti valdið.

Bónd­inn hef­ur ákveðið að kæra niðurstöðuna til úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála.

Í um­sókn­inni er sótt um siglingar á 20 manna norsk­um tré­báti, knú­inn með raf­magni. Fyrirhugað er að hefja starf­semi á næsta ári. /epe.

 

Nýjast