Ekki samstaða um tillögur varðandi framtíðarnotkun Akureyrarvallar

Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun var farið að nýju yfir niðurstöður vinnuhóps um framtíðarnoktun Akureyrarvallar og samþykkti bæjarráð að vísa málinu til skipulagsnefndar ti frekari skoðunar og vinnslu. Tveir bæjaráðsmenn létu bóka athugasemdir á fundinum.  

Bæjarfulltrúi Jóhannes G. Bjarnason óskaði bókað: "Ég tel tillögur vinnuhópsins óraunhæfar og ekki nothæfan grunn á framtíðarnotkun svæðisins.  Þjónustuhúsnæði sem fyrirhugað er á miðbæjarsvæðinu er úr öllum takti við væntanlega þörf á slíkum byggingum og nauðsynlegt er að endurskoða frá grunni allt skipulag miðbæjarsvæðisins."

Baldvin H. Sigurðsson óskaði bókað.  "Ég vara við þeirri tilhneigingu að byggja íbúðarblokkir meðfram helstu umferðaræð bæjarins sem einnig  er hluti af þjóðvegi 1, einnig óttast ég að fyrirhugaðar byggingar hefti um of útsýni að Brekkunni og fjallahringnum þar fyrir ofan."

Nýjast