Ekki orðið við beiðni um lækkun umferðarhraða

Giljaskóli á Akureyri. Mynd: Hörður Geirsson.
Giljaskóli á Akureyri. Mynd: Hörður Geirsson.

Foreldrafélag Giljaskóla hefur óskað eftir því að Akureyrarbær komi fyrir hraðahindrunum og merkingum á einum beinasta kafla Merkigils, sem snýr í norður - suður. Einnig var óskað eftir því að leyfilegur hámarkshraði í Merkigili verði endurskoðaður og lækkaður til samræmis við aðrar sambærilegar götur sem liggja í íbúðarhverfum nálægt skólum bæjarins. Málið var til umfjöllunar í skipulagsnefnd í vikunni.

Í bókun frá fundinum kemur fram að þann 12. nóvember 2009 samþykkti nefndin breytingar á fyrri ákvörðun um 30 km hámarkshraða í íbúðarhverfum til bráðabirgða, þannig að 50 km hámarkshraði yrði á eftirfarandi safngötum; Miðsíðu, Vestursíðu og Merkigili. Ástæða þessa var að ekki yrði farið í endurskoðun á leiðakerfi SVA að sinni en lækkun hámarkshraða í 30 km á þessum safngötum kallar á slíka endurskoðun. Skipulagsnefnd telur því ekki hægt að verða við beiðni um lækkun hámarkshraða í Merkigili að sinni en óskaði eftir við framkvæmdadeild að gerðar verði hraðamælingar í götunni.

 

Nýjast