Nei, þetta eru ekki ræningjarnir í Kardemommubæ, þeir Kasper og Jesper án Jónatans. Þetta eru þeir Kasper og Kúti, nánar tiltekið Kasper Schmeichel, markvörður danska landsliðsins í fótbolta og nýbakaður Englandsmeistari með Leicester, og Húsvíkingurinn Aðalsteinn Árni Baldursson, fyrrum leikmaður Völsunga, Tjörnesinga og fleiri stórliða á Norðurlandi.
Þessar goðsagnir í boltanum hittust fyrir nokkrum árum þegar Kasper var að spila með Leeds og Kúti fór utan með hópi af trylltum aðdáendum þess arma klúbbs á Húsavík. Og þá átti þessi stórveldafundur sem sést á myndinni, sér stað. JS