Þorgeir Baldursson frá Húsavík, sjómaður og rómaður ljósmyndari til sjávar og sveita, var eitt sinn með félögum sínum að draga net við Langanesið að vorlagi. Fuglinn var kominn í björgin, en svartfuglinn sækir gjarnan í netin í ætisleit og er það oftar en ekki fuglanna hinsta máltíð, þar sem þeir ánetjast gjarnan og drukkna í kjölfarið.
Áhöfnin dró netin af krafti og töluvert var af fiski en einnig mikið af svartfugli í netunum. Þá heyrist félagi Þorgeir tauta: „Nohh, nú er það svart maður, annar hver fiskur er fugl!“ JS