Ekki fékkst fjármagn til nýbyggingar í stað Kjarnalundar

Öldrunaheimili Akureyrar fengu úthlutað um 16,5 milljónum króna úr framkvæmdasjóði aldraðra, til endurnýjunar á hjúkrunardeild í elsta hluta Hlíðar og til breytinga á húsnæði vegna stækkunar á dagvistunarrýmum. Umsóknum vegna eldri breytinga í Hlíð og vegna nýbyggingar í stað Kjarnalundar var hafnað. Þetta kemur fram í bókun frá síðasta fundi félagsmálaráðs.

Nýjast