Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir byssumanninum

Mynd af vettvangi í Naustahverfinu.
Mynd af vettvangi í Naustahverfinu.

Lög­regl­an ætl­ar ekki að fara fram á gæslu­v­arðhald yfir and­lega veik­um manni sem skaut á íbúð ná­granna síns á Ak­ur­eyri á aðfaranótt sunnu­dags. Mbl.is greinir frá þessu en þar segir Kristján Kristjáns­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Norður­landi eystra að mann­in­um hafi verið komið í viðeig­andi úrræði í heil­brigðis­kerf­inu.

Sér­sveit­ar­menn voru kallaðir út til að bregðast við út­kall­inu í fjöl­býl­is­húsi við Kjarna­götu í Nausta­hverfi á Ak­ur­eyri á aðfaranótt sunnu­dags. Maður­inn skaut að minnsta kosti fjór­um skot­um úr hagla­byssu á íbúð ná­granna­konu sinn­ar sem var ein heima með tveggja ára dótt­ur sinni og á kyrr­stæðan bíl fyr­ir utan húsið.

Maður­inn, sem er 44 ára gam­all, var hand­tek­inn und­ir morg­un og færður í fanga­geymsl­ur lög­regl­unn­ar. Nú hef­ur hins veg­ar verið ákveðið að ekki verið farið fram á gæslu­v­arðhald yfir hon­um.

„Hann fær sína úr­lausn hjá heil­brigðis­kerf­inu. Hann fær bara aðstoð við sín­um veik­ind­um,“ seg­ir Kristján í sam­tali við mbl.is en seg­ist ekki geta tjáð sig nán­ar um hvar maður­inn verði vistaður.

Íbú­un­um boðið upp á áfalla­hjálp

Yf­ir­lög­regluþjón­inn seg­ir að fjór­ar íbúðir séu í hús­inu þar sem uppá­kom­an átti sér stað. Lög­reglu­menn hafi rætt við aðra íbúa í hús­inu og bent þeim á hvaða aðstoð væri í boði fyr­ir þá á sviði áfalla­hjálp­ar. Kristján seg­ist ekki vita hvort að ein­hverj­ir þeirra hafi þegið hana.

Rann­sókn máls­ins er enn í gangi og seg­ir Kristján að enn eigi eft­ir að taka ein­hverj­ar skýrsl­ur af fólki. Hann seg­ist ekki vita hvort að ákæra verði gef­in út í mál­inu í ljósi kring­um­stæðna en hon­um þykir það þó ekki ólík­legt.

Eng­an sakaði í skotárás­inni og er ekki talið að hún hafi beinst að nein­um ákveðnum ein­stak­lingi. Maður­inn sem var hand­tek­inn hef­ur ekki komið sögu lög­reglu vegna viðlíka mála og er talið víst að veik­indi hans séu ástæða þess hvernig fór, er fram kemur á mbl.is.

Nýjast