Ekki eru allar Kinnarfjallaferðir til fjár

Ægir Eiríksson t.v. ásamt félögum á Mærudögum á Húsavík. Mynd/Þorgeir Baldursson
Ægir Eiríksson t.v. ásamt félögum á Mærudögum á Húsavík. Mynd/Þorgeir Baldursson

Á gamlársdag 1992 fóru nokkrir félagar í Björgunarsveitinni Garðari á Húsavík í töluverða svaðilför yfir flóann að Víknafjöllum til að bjarga fé sem þar var í sjálfheldu.

Aðgerðin gekk vel enda þarna vanir menn og hraustir á ferð. En í blaðaviðtali um förina sagði einn Garðarspilta, Ægir Eiríksson, að þetta hefði ekki verið fyrsti leiðangur hans af þessu tagi.

„Ég hef áður farið þarna upp í kletta eftir fé við verri aðstæður en voru nú. Þá vildi ég láta skjóta lamb sem mjög erfitt var að komast að, en asnaðist svo til að leggja sjálfan mig og fleiri í hættu með því að síga eftir því, en  sem betur fer sluppum við lifandi og óskaddaðir frá þeirri þraut.

Nú, svo þegar við skiluðum fénu upp á bryggju til bænda, þá varð það auðvitað þeirra fyrsta verk að skjóta á staðnum andskotans lambið sem við vorum rétt búnir að leggja okkur í lífshættu við að bjarga!“ JS

 


Nýjast