Ekkert verður af áformum ferðaskrifstofunnar Trans-Atlantic um að hefja reglulegt millilandaflug frá Akureyri til Kaupmannahafnar í sumar. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni Túristi í dag. Þar segir að til hafi staðið að vera með vikulegar ferðir til og frá Akureyri í sumar, í samstarfi Trans-Atlantic og ríkisflugfélags Eistlands. Forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar segja hins vegar í svari við fyrirspurn Túrista að ekki verði af þessu í ár, þar sem meiri tíma þurfi til að samræma aðkomu hinna ýmsu aðila sem hafa verið í viðræðum um það. Stefnt sé að því að flug milli Norðurlanda og Norðurlands hefjist á næsta ári.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirhuguð byggingaáform í húsnæði við Glerárgötu 28 á Akureyri þar sem sótt er um að setja upp líkamsræktarstöð
Á morgun, laugardaginn 19. júlí, kl. 15 verður Mysingur 10 haldinn á útisvæði Listasafnins á Akureyri. Tónleikarnir fara fram á lokadegi Listasumars 2025 og fram koma Bjarni Daníel og Drengurinn fengurinn. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og hægt verður að kaupa veitingar frá Ketilkaffi á svæðinu. Tónleikarnir eru hluti af Listasumri 2025 og unnir í samstarf Listasafnsins á Akureyri og Akureyrarbæjar.
Afar fjölsótt og vel heppnuð Hríseyjarhátíð var haldin um síðustu helgi. Á kvöldvöku laugardagskvöldsins var tilkynnt um úrslit í samkeppni um nafn á fjarvinnusetrið í eyjunni.