Víða er vindur þetta 15-18 m/s og kóf eftir því, einkum á fjallvegum. Veðrinu tekur ekki að slota norðaustan og austanlands fyrr en kemur fram á morguninn. Suðaustanlands frá Suðursveit austur í Berufjörð er áfram gert ráð fyrir snörpum vindhviðum í kvöld og nótt, allt að 40 m/s, segir í ábendingu frá veðurfræðingi á heimasíðu Vegagerðarinnar. Þar segir um færð á vegum: Vegir eru auðir á Norðurlandi vestra nema að það eru hálkublettir og éljagangur á Siglufjarðarvegi. Um norðausturland er víða vetrarfærð, hálka, hálkublettir, snjóþekja, éljagangur og skafrenningur. Ófært er á Vopnafjarðarheiði, Hófaskarðsleið, Hófaskarði, Hálsum og Brekknaheiði. Þungfært er á Sandvíkurheiði. Hellisheiði eystri er ófær. Á Austurlandi er ófært og óveður á Fjarðarheiði. Ófært er á Vatnsskarði eystra og Mjóafjarðarheiði. Hálka og skafrenningur er á Fagradal. Hálkublettir og skafrenningur er á Oddsskarði. Þæfungur og skafrenningur er á Breiðdalsheiði og Öxi. Óveður er og ekkert ferðafæri er milli Hafnar og Djúpavogs. Mikið sandfok er á þessu svæði. Lögreglan á Höfn ræður fólki frá því að vera þarna á ferðinni eins og er. eru greiðfærir á Suður- og Vesturlandi. Á Vestfjörðum eru hálkublettir á Klettshálsi, Dynjandisheiði og í Ísafjarðardjúpi. Snjóþekja og skafrenningur er á Þröskuldum. Það er hálka á Steingrímasfjarðarheiði, Gemlufallsheiði og Hrafnseyrarheiði. Á þessum fjallvegum er einnig víða skafrenningur.