Eittþúsund manna ráðstefna um menntavísindi

Um 1000 fulltrúar af öllu landinu og af öllum skólastigum sitja ráðstefnu um menntavísindi á Akureyri í dag.  Tilgangur ráðstefnunnar er að tengja saman skólafólk og stjórnendur af ólíkum skólastigum og stuðla að upplýsandi samræðu þeirra á milli, samfélaginu til heilla.

Heiti ráðstefnunnar er Lærdómssamfélagið, samstarf og samræða allra skólastiga. Aðalerindi ráðstefnunnar flytja breski prófessorinn Louise Stoll PhD og Birna Svanbjörnsdóttir menntunarfræðingur og doktorsnemi. Fyrri hluti ráðstefnunnar verður haldinn í Íþróttahöllinni, en seinni hlutinn í Brekkuskóla og Menntaskólanum á Akureyri.

Nýjast