Eiríkur Björn leiðir Viðreisn í NA-kjördæmi

Eiríkur Björn Björgvinsson.
Eiríkur Björn Björgvinsson.

Ei­ríkur Björn Björg­vins­son, sviðs­stjóri og fyrr­verandi bæjar­stjóri á Akur­eyri og á Fljóts­dals­héraði, leiðir lista Við­reisnar í Norð­austur­kjör­dæmi í komandi þing­kosningum. Sig­ríður Ólafs­dóttir, mann­auðs­ráð­gjafi og mark­þjálfi, skipar 2. sæti á listanum. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Við­reisn.

„Ei­ríkur, sem er menntaður í­þrótta­fræðingur, hefur sterk tengsl við kjör­dæmið. Hann var í­þrótta- og tóm­stunda­full­trúi á Egils­stöðum frá 1994 til 1996 og tók þá við starfi deildar­stjóra í­þrótta- og tóm­stunda­deildar Akur­eyrar­bæjar. Árið 2002 var hann ráðinn bæjar­stjóri sveitar­fé­lagsins Austur-Héraðs. Tveimur árum síðar var hann ráðinn bæjar­stjóri Fljóts­dals­héraðs sem varð til við sam­einingu sveitar­fé­laga á Austur­land,“ segir í til­kynningu Við­reisnar.


Nýjast