Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri og fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og á Fljótsdalshéraði, leiðir lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og markþjálfi, skipar 2. sæti á listanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðreisn.
„Eiríkur, sem er menntaður íþróttafræðingur, hefur sterk tengsl við kjördæmið. Hann var íþrótta- og tómstundafulltrúi á Egilsstöðum frá 1994 til 1996 og tók þá við starfi deildarstjóra íþrótta- og tómstundadeildar Akureyrarbæjar. Árið 2002 var hann ráðinn bæjarstjóri sveitarfélagsins Austur-Héraðs. Tveimur árum síðar var hann ráðinn bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs sem varð til við sameiningu sveitarfélaga á Austurland,“ segir í tilkynningu Viðreisnar.