Einstaklega slæm tíð

„Þetta er búið að vera óvenju hægt í ár og einstaklega slæm tíð,” segir Tryggvi Marinóson, forstöðumaður tjaldsvæðanna við Þingvallastræti og að Hömrum á Akureyri. Veðurfarið síðustu daga hefur komið niður á ferðamannastraumnum norður og lítið farið fyrir tjöldum á tjaldsvæðunum. Einnig bendir Tryggvi á að færri útlendingar hafa verið á ferli það sem af er sumars miðað við undanfarin ár.

 

„Þetta er held ég rólegasta byrjunin í þrjú ár. Það hafa líka verið metár síðustu tvö sumur og það er víst ekki alltaf hægt að slá met. Maður verður bara að vona að veðrið skáni og þá kemur fólk,” segir Tryggvi, en bæði tjaldstæðin komu illa undan vetri sökum kalbletta og er meirihluti túnsins við Þingvallastræti kalinn.

Nýjast