Við bíðum bara eftir því að hann, hún eða þau gefi sig fram. Það hlýtur að gerast í dag, segir Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár, en stærsti happadrættisvinningur Íslandssögunnar vannst á miða hér á Akureyri í gær, Víkingalottópotturinn kom óskertur og skattfrjáls á 350 kr. miða sem keyptur var í Olís á Akureyri og nemur vinningsupphæðin 107.5 milljónum króna. Ekki nóg með það að stóri vinningurinn sex tölur réttar hafi komið á miða sem keyptur var í Olís, heldur kommaður þangað í morgun sem hafði fengið 5 tölur réttar í sama lottói og innleysti hann rétt rúmar 105 þúsund krónur. Að sögn Ómars Gylfasonar verslunarstjóra í Olís virtist sá sáttur með sitt, þótt ugglaust hefði hann viljað vera í sporum þess sem fékk stóra vinninginn!
Stærsti vinningur til þessa var 107 milljónir og sá þriðji stærsti var 105 milljónir og vannst einmitt á Akureyri fyrir nokkrum árum. Að sögn Stefáns hjá Íslenskri getspá leyfa reglur ekki að upplýst sé um hvenær vinningmiði var keyptur en hann hvetur alla bæjarbúa sem keypt hafa miða til að kíkja á hann!