Samkvæmt nýjustu tölum á covid.is er einn í einangrun á Norðurlandi eystra vegna kórónuveirunnar og fimm í sóttkví. Tvö smit greindust innalands í gær og voru báðir aðilar í sóttkví við greiningu.
Frímann Sveinsson, oft kallaður Frímann kokkur, hefur komið víða við á sínum ferli og hefur alltaf nóg að gera. Líkt og viðurnefnið gefur til kynna, starfaði Frímann sem matreiðslumaður og þar lengst af á sjúkrahúsinu á Húsavík. Frímann er einnig lunkinn með pensilinn og hefur haldið fjöldann allan af myndlistarsýningumá Húsvík, Neskaupstað og Hafnarfirði. Gítarinn er aldrei langt undan hjá Frímanni og hann er duglegur að spila fyrir og skemmta íbúum Húsavíkur og nágrennis
Í Beykilundi á Akureyri stendur gríðarstórt jólatré. Tréð vekur mikla athygli á ári hverju. Það stendur í garðinum hjá Sævari Helgasyni sem passar að það sé vel skreytt.
Jólamyndir eru orðnar jafn sjálfsagður hluti af jólunum og laufabrauð, kakó og jólatónleikar. Flestir eiga mynd sem þeir horfa á ár eftir ár, og það er ótrúlegt hvernig rétta myndin setur mann beint í jólagírinn. Hér eru tíu jólamyndir sem fanga jólaandann á ólíkan hátt, sumar klassískar, aðrar pínu stormasamar, en allar algjörar jóla nauðsynjar.
Mér finnst danir svolítið heppnir að eiga í málvenju sinni möguleika á að segja annað hvort god jul eða glædileg jul. Ég hef oft hugsað þetta þegar ég er að kasta kveðju á nýja syrgjendur rétt fyrir jólahátíðina. Það virkar frekar öfugsnúið og nánast tillitslaust að segja við ungu konuna sem er nýorðin ekkja,,gleðileg jól” en að segja eigðu góð jól er hins vegar allt annað.
Arnar Guðmundsson ólst upp í Árhvammi í Öxnadal með foreldrum sínum og sex systkinum. Hann flutti síðar til Akureyrar um 16 ára aldur og bjó þar þangað til hann var um 27 ára. Þá færði hann sig austur á land með fjölskyldu sinni og settist að í Neskaupstað. Arnar býr þar með eiginkonu sinni, Ingibjörgu Þórðardóttur og eiga þau saman tvö uppkomin börn sem einnig búa í Neskaupstað. Arnar starfar þar sem kennari við Verkmenntaskóla Austurlands. Hann rifjar hér upp gamlar minningar úr sveitinni um hátíðirnar.
Elísu Kristinsdóttir þarf vart að kynna fyrir hlaupaáhugafólki en hún er einn fremsti utanvegahlaupari landsins. Í sumar sigraði hún meðal annars Akrafjall Ultra og Mt. Esja half marathon. Þá sigraði hún 100 km Gyðjuna í Súlur Vertical og um leið setti hún nýtt brautarmet. Í framhaldinu af því keppti hún á Heimsmeistaramótinu í fjallahlaupum þar sem hún hafnaði í 9. sæti.