19. desember, 2009 - 21:45
Fréttir
Bílslys varð rétt fyrir utan Akureyri, á svokölluðum Moldhaugnahálsi, á áttunda tímanum í kvöld. Einn var fluttur á
sjúkrahús með nokkur meiðsl, sem þó eru ekki talin lífshættuleg. Hann gat sjálfur hringt á neyðarlínuna og beðið um
hjálp, og var með meðvitund allan tímann. Loka þurfti veginum til að lögregla gæti athafnað sig á slysstaðnum.
Slysið varð þannig að pallbíll og fólksbíll komu hvor á móti öðrum og rákust saman. Bílarnir eru báðir
talsvert mikið skemmdir, en fólksbíllinn þó sýnu verr. Mjög slæmt veður eru í Eyjafirðinum núna og víða á
Norðurlandi og er talið að slæmar veðuraðstæður hafi átt sinn þátt í því að slysið varð. Þetta kemur fram
á mbl.is.