Matarhornið er einn af föstu liðum Vikublaðsins, hér er eitt sem birtist í prentútgáfunni fyrr í sumar.
„Ég er fjögurra barna móðir og eiginkona. Ég er ÍAK Einkaþjálfari og starfa ég við styrktarþjálfun hjá Þór og Þór/KA í Knattspyrnu, einnig er ég svo heppin að fá að þjálfa 60+ og 70+ hópana okkar á Bjargi,“ segir Hulda Elma Eysteinsdóttir en hún færir okkur gómsætar uppskriftir af þorski í karrýsósu og ljúffengri hráköku.
„Þegar Siggi er heima á hann eldhúsið og er hann mun meiri kokkur en ég. En þegar hann er á sjó græja ég nú oftast einhverja einfalda rétti fyrir okkur hin þar sem við erum öll á fullu í íþróttalífinu alla seinniparta. Hér er einn fiskréttur sem er rosalega einfaldur og við elskum öll“:
1 kg þorskur
Smjör
3-5 hvítlauksrif
3,5 dl matreiðslurjómi
1,5 msk karrý
smá cayennepipar
1/2 grænmetisteningur
Salt eftir smekk
Gerið hvítlaukssmjör á pönnu og steikið þorskinn í því í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Kryddið með karrý, hellið rjóma yfir og myljið hálfan grænmetistening yfir. Látið suðuna koma upp. Smakkið til með cayennepipar (farið varlega og byrjið bara á örlitlu). Berið fram með hrísgrjónum eða soðnum kartöflum. Þegar ég vil gera vel við okkur geri ég líka hvítlauksbrauð með réttinum. Svo set ég saman það salat sem er til í ísskápnum.
Verði ykkur að góðu.
150 g möndlur
20 stk döðlur, steinlausar
2 msk kókosolía
1 tsk vanilludropar
hnífsoddur salt
3 msk sterkt kaffi
2/3 dl kókosflögur
2 msk kakó
150 g dökkt súkkulaði
„Ég ætla að skora á hlaupadrottninguna Sigþóru Brynju Kristjánsdóttur að koma með uppskriftir fyrir næsta blað.“