Einar þrefaldur Íslandsmeistari

Bræðurnir Bjarki og Einar Sigurðssynir hafa gert góða hluti í mótorsportinu í sumar og unnið til fjölda verðlauna.

Einar varð þrefaldur Íslandsmeistari, en hann sigraði í 85cc flokki í Motocrossi og í Enduro og einnig sigraði Einar í 85cc flokki á Unglingalandsmótinu á Egilstöðum. Þá náði Bjarki öðru sætinu á Íslandsmeistaramótinu í MX-2, í þriðja sæti í Enduro og fjórði í MX-Open.

Nýjast