Eimur - stofnfundur samstarfsverkefnis um bætta nýtingu orkuauðlinda og nýsköpun á Norðausturlandi

Menningarhúsið Hof á Akureyri. Mynd: MAK
Menningarhúsið Hof á Akureyri. Mynd: MAK

Stofnfundur samstarfsverkefnis um bætta nýtinguorkuauðlinda og nýsköpun á Norðausturlandi verður haldinn í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, fimmtudaginn 9. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

„Markmið verkefnisins er að vera vettvangur til að styðja við fjölnýtingu orkuauðlinda á svæðinu og stuðla þannig að aukinni sjálfbærni samfélaga og þróun fjölbreyttra atvinnutækifæra. Bakhjarlar verkefnisins eru Landsvirkjun, Norðurorka, Orkuveita Húsavíkur og Eyþing. Fundurinn stendur yfir kl. 13-15 og er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Boðið verður upp á léttar veitingar,“ segir í tilkynningunni. /epe.

Skráning fer fram hér

 

Nýjast