Eigum góða möguleika á sigri
KA-menn fá verðugt verkefni í kvöld er liðið tekur á móti Selfyssingum á Akureyrarvelli kl. 18:15 í 1. deild karla í
knattspyrnu. Selfoss situr í öðru sæti deildarinnar með 32 stig en KA er komið með 20 stig í áttunda sæti eftir þrjá sigurleiki
í röð. „Það er gott sjálfstraust í hópnum og við eigum góða möguleika á sigri ef við spilum
líkt og við gerðum í síðasta leik,“ segir Haukur Heiðar Hauksson fyrirliði KA, en nánar er rætt við hann í Vikudegi.
Leikir kvöldsins í 1. deild karla:
KA-Selfoss 18:15 Akureyrarvöllur
Þróttur R.-Víkingur Ó. 19:00 Valbjarnarvöllur
Leiknir R.-ÍR 19:00 Leiknisvöllur
ÍA-Haukar 19:00 Akranesvöllur