Jón Birgir Lúðvíksson hefur starfað sem miðill frá árinu 2007. Á unga aldri fór að hann sjá og skynja hluti sem aðrir sáu ekki. Hann segist í fyrstu hafa óttast náðargáfuna en náð tökum á henni með tímanum og nýtt hana til góðs. Jón var um tíma í neyslu, þar varð skyggnigáfan
honum dragbítur, en varð þó til þess að honum tókst að koma lífi sínu á réttan kjöl.
Blaðamaður Vikudags settist niður með Jóni og spjallaði við hann um skyggnigáfuna, miðilsstarfið og af hverju hann ákvað læra að verða áhættuleikari á sínum tíma. Viðtalið má nálgast í prentútgáfu Vikudags.