„Ég myndi vilja fara 25 þúsund ár aftur í tímann”

Sigurveig Gunnarsdóttir er í opnuviðtali í Skarpi. Mynd: epe.
Sigurveig Gunnarsdóttir er í opnuviðtali í Skarpi. Mynd: epe.

Sigurveig Gunnarsdóttir er 22. ára Húsvíkingur, hún er alæta á tónlist, elskar að dunda í kringum hestana sína, gaf út sína fyrstu bók þegar hún var aðeins 17 ára og á laugardag útskrifaðist hún með BS gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands.

Sigurveig var stödd á Húsavík(Norðurþingi) s.l. þriðjudag en hún kom norður til að kynna lokaverkefni sitt í jarðfræðinni á alþjóðlegri hvalaráðstefnu sem haldin var á Hvalasafninu sama kvöld.

Skarpur notaði tækifærið, settist niður með þessari fjölhæfu ungu konu og skrafaði við hana um jarðfræði og elsta hvalbein á Hvalasafninu á Húsvík. Beinið fann hún þegar hún var að vinna að lokaverkefninu við sjávarsíðuna í Húsavík eystri með aðstoð föður síns Gunnars Baldurssonar sem er jarð­fræðingur að mennt. Hún sagði líka frá mörgu fleiru eins og ástríðu hennar fyrir hestum, útilegunum sem hún fór í með fjölskyldu sinni þegar hún var barn og áhuga hennar á bókmenntum svo eitthvað sé nefnt. Ítarlegt viðtal við Sigurveigu má nálgast í prentútgáfu Skarps. /epe.

Skarpur, 23. júní.

Nýjast