„Ég hugsa daglega til þeirra“

„Fyrst trúði maður þessu varla en svo blasti raunveruleikinn við. Ég held að fáir geta ímyndað sér hvernig sé að lenda í slíkum aðstæðum og það er erfitt að lýsa þessu. Einangrunin var algjör,“ segir Páll. Mynd/Þröstur Ernir
Tíu ár eru um þessar mundir frá því að hörmulegt slys varð um borð á Akureyrinni EA þar sem tveir létust í eldsvoða. Páll Baldvin Guðmundsson var einn skipverjana um borð og segir hann daginn aldrei líða sér úr minni. Hann var lengi að ná sér eftir atburðinn en með hjálp fagfólks, vina og vandamanna tókst Páli að koma lífi sínu aftur á réttan kjöl. Vikudagur hitti Pál og rifjaði upp daginn örlagaríka og hvernig atburðurinn hefur haft áhrif á hans líf en viðtalið má nálgast í prentútgáfu blaðsins.
-Vikudagur, 2. júní