„Ég ákvað að gefa mér alveg gleðina á vald í þessu“

Örlygur Hnefill Örlygsson opnaði Eurovisions safnið á Húsavík á dögunum. Mynd/epe
Örlygur Hnefill Örlygsson opnaði Eurovisions safnið á Húsavík á dögunum. Mynd/epe

Eurovision sýningin á Húsavík sem Örlygur Hnefill Örlygsson, ferðaþjónustufrömuður og Eurovision aðdáandi hefur haft veg og vanda að; opnaði í húsnæði Ja JA Dingdong bar klukkan 19 á föstudagskvöld. Húsfyllir var á opnunni og stemningin rafmögnuð. Sýningin skiptist í tvo hluta, annars vegar um Söngvakeppni sjónvarpsins og hins vegar Netflixmyndina Story og Firesaga. Með vorinu verður svo síðasti hluti sýningarinnar opnaður en sá er tileinkaður erlenda Eurovision heiminum. Hátíðardagskráin hófst í beinni útsendingu í fréttatíma RÚV og húsvíski Óskarskórinn söng að sjálfsögðu nýja þjóðsöng bæjarbúa, Húsavík My Hometown úr Eurovision mynd Will Ferrels; í þetta sinn með Eurovision stjörnunni Grétu Salóme. Vikublaðið ræddi við Örlyg í vikunni en hann sagði að þetta krefjandi verkefni væri búið að vera afar stórt í framkvæmd. „Opnunin gekk vonum framar, ég átti nú ekki vona á svona rosalega mikið af fólki,“ sagði hrærður Örlygur.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Athugasemdir

Nýjast