Eftirlit með ölvunar- og vímu- efnaakstri á Eyjafjarðarsvæðinu

Undanfarið hefur hefur lögreglan á Eyjafjarðarsvæðinu verið með sérstakt eftirlit með ölvunar- og vímuefnaakstri. Í síðustu viku voru 823 ökumenn stöðvaðir á Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði.   

Af þeim er einn ökumaður grunaður um að hafa verið ölvaður við akstur og annar að hafa verið undir áhrifum vímuefna. Þá kom í ljós að 34 ökutæki voru ekki með ljósabúnað í lagi og 103 ökumenn ekki með ökuskírteini sitt meðferðis.

Nýjast