Fyrsta samveran verður næstkomandi mánudag og hefst kl. 20 með stuttu spjalli frummælanda. Þar talar dr. Sigurður Kristinsson um gamlar og góðar dyggðir. Dr. Sigurður er forseti hug- og félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri. Kammerkórinn Hymnodia syngur. Eftir tónlistarflutning og molasopa svarar frummælandi fyrirspurnum. Þeim sem vilja stendur til boða að taka þátt í fyrirbænastund í kirkjunni áður en haldið er heim á leið. Fyrsta samveran verður næstkomandi mánudag. Allir eru hjartanlega velkomnir og er aðgangur ókeypis, enda gefa allir sem að málum koma vinnu sína. Margrét Blöndal verður fundarstjóri öll kvöldin.
"Krepputímum fylgir uppgjör. Þá er reynt að finna það sem farið hefur úrskeiðis og leiddi til þrenginganna. Vítin kortlögð til að unnt sé að varast þau. En kreppum fylgir ekki einungis uppgjör við fortíð. Þjóðin verður líka að gera upp við sig hvers konar framtíð hún vilji. Þar liggja helstu tækifæri kreppunnar. Hún er tækifæri til að staldra við. Láta ekki nægja að finna leiðirnar sem til kreppunnar lágu heldur uppgötva nýjar út úr henni. Opna nýjar dyr, ryðja nýjar brautir, skapa nýtt samfélag og íhuga þau gildi sem við viljum byggja það á," segir í tilkynningu frá prestum Akureyrarkirkju.
Ókeypis lögfræðiaðstoð
Lögmannavakt alla mánudaga milli kl. 17.30 og 19.00 frá og með mánudeginum 27. október. Boðið er upp á ókeypis lögfræðiaðstoð í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Tímapantanir í síma kirkjunnar 462-7700, milli kl. 9.00 og 13.00, virka daga.
Barna - og unglingastarf
Í Akureyrarkirkju er öflugt starf fyrir börn á öllum aldri. Áhersla er lögð á gleði og notalega upplifun í kirkjunni. Samverustundirnar byggjast á söng, sögustund, leikjum, brúðuleikritum, föndri og samtali. Það eru prestar og leiðtogar sem hafa umsjón með stundunum ásamt aðstoðarleiðtogum sem eru ungmenni úr æskulýðsfélagi kirkjunnar.
Kirkjan vill gjarnan styðja við fjölskyldur með því að bjóða upp á margskonar uppbyggilegar samverur og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Oftar en ekki koma góðir gestir í heimsókn til krakkanna, má þar nefna Stopp-leikhópinn, Bernd Ogrodnik og brúðuleikhús hans, Kristniboðssambandið, Lögreglan og fleiri góðir.
Auk þess fara eldri hóparnir gjarnan í eina eða tvær ferðir yfir veturinn og er þá gist einhversstaðar yfir eina nótt. Æskulýðsfélagið hefur farið á Landsmót í október og TTT-starfið fer á Stórutjarnir í nóvember.
Þátttaka í kirkjustarfinu er ókeypis að undanskildum mótunum, en þáttakendur hafa greitt að hluta fyrir ferðir og upphald.
Eftirfarandi hópar starfa í kirkjunni:
Sunnudagaskólinn: Á sunnudögum kl. 11. Fyrir alla aldurshópa, miðast þó einkum við 3- 10 ára.
Alla miðvikudaga:
Kirkjuprakkarar: kl. 16-17. Fyrir krakka í 1.-4. bekk, TTT: kl. 17-18. Fyrir krakka í 5.-7. bekk, ÆFAK: kl. 20-21. Fyrir 8.-10. bekk.
Mömmumorgnar kl. 9.30-11.30. Dagmæður og foreldrar ungra barna koma saman. Spjallað yfir kaffibolla meðan börnin leika sér saman í góðum félagsskap.
Nánari upplýsingar gefur Sólveig Halla í síma 462 7700