Efnilegir lyftingarmenn á Akureyri

Norðurlandameistaramót í ólympískum lyftingum fór fram á Akureyri um liðna helgi þar sem keppt var í félagsliðakeppni og í opnum flokki. Ísland var með fullt karlalið eða átta keppendur og fengu þar margir ungir og efnilegir íslenskir lyftingamenn tækifæri til að keppa á móti þeim bestu á Norðurlöndunum.

Keppendur fyrir Íslands hönd voru þeir Gísli Kristjánsson, Árni Björn Kristjánsson, Andri Gunnarsson, Árni Freyr Stefánsson, Róbert Eyþórsson, Hrannar Guðmundsson, Björgvin Karl Guðmundsson og Darri Már Magnússon. Í kvennaflokki kepptu þær Svanhildur Vigfúsdóttir og Auður Ása Maríasdóttir.

Darri Már Magnússon (KFA) sigraði í -56 kg. flokki og setti þrjú ný Íslandsmet í youth og junior flokki. Róbert Eyþórsson hlaut silfurverðlaun í 69 kg flokki og Árni Björn Kristjánsson sömuleiðis í -105 kg flokki. Bronsverðlaun náðust í +105 kg flokki karla og -58 kg flokki kvenna.

Per Hordnes (NOR) var stigahæstur karla yfir alla þyngdarflokka. Hann keppti í -94 kg flokki og lyfti þar 143 kg í snörun og 180 kg í jafnhendingu.

Ruth Kasirye (NOR) var stigahæst kvenna yfir alla þyngdarflokka. Hún keppti í -63 kg flokki og lyfti þar 96 kg í snörun og 180 kg í jafnhendingu.

Í liðakeppni landsliða sigraði Ísland karlakeppnina og Danmörk kvennakeppnina. Danska félagið Tambarskjelvar sigraði síðan félagsliðakeppnina.

 

Nýjast