Ný ferðamálastefna Akureyrarbæjar var samþykkt í bæjarstjórn í lok desember. Stefnan er byggð á verkefnum sem snúa að því að byggja upp Akureyri sem eftirsóknarverðan áfangastað fyrir ferðafólk og sem fyrirmyndarsveitarfélag fyrir íbúa og fyrirtæki.
Lögð er áhersla á að efla bæinn enn frekar sem heilsársáfangastað og fjölga gestakomum og gistinóttum yfir vetrartímann. Hlíðarfjall verði þróað sem heilsársútivistarsvæði og lögð verði enn meiri áhersla á fjallið sem einn af helstu seglum Akureyrar.
Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.