05. janúar, 2010 - 23:17
Fréttir
Nú um áramótin urðu breytingar á gjaldskrám í sundlaugar Akureyrarbæjar. Eins og fram hefur komið fá börn á
grunnskólaaldri, 6-15 ára, frítt í sund en á síðasta ári greiddi þessi aldurshópur 100 krónur. Gjald fyrir fullorðna
hækkar og eru nú 350 krónur í sundlaug Glerárskóla og sundlaugarnar í Hrísey og Grímsey en sem fyrr er dýrara í Sundlaug
Akureyrar en þar kostar 450 krónur kostar í sund fyrir fullorðna.
Þá kostar 10 miða kort í Sundlaug Akureyrar 3.700 krónur en 2.900 krónur í hinar laugarnar þrjár. Þriggja mánaða kort,
sem gildir í allar laugar bæjarins, kostar 11.000 krónur, sambærilegt 6 mánaða kort kostar 21.000 krónur og 12 mánaða kort 35.000
krónur.