Dynheimaballið komið með þak yfir höfuðið

Menningarhúsið Hof.
Menningarhúsið Hof.

„Segja má að undanfarnar vikur hafi farið í örvæntingafulla leit að húsnæði. Nú hefur loks tekist að finna samastað fyrir Dynheimaballið um versló,“ segir Pétur Guðjónsson í samtali við Vikudag.

Síðustu ár hefur Dynheimaballið verið haldið á gamla Oddvitanum og í Sjallanum. Nú verður hins vegar breytt um staðsetningu og áherslur og verður haldinn Spari-Dynheimadansleikur í Hofi. Dansleikurinn fer fram laugardagskvöldið 5. ágúst „Aldurstakmark verður eftir sem áður 30 ár en við ætlum að klæða þetta í sparifötin og bjóða upp á dansleik á milli kl. 22 og 02. Það er tíminn sem margir hafa kallað eftir, að komast fyrr út að dansa,“ segir Pétur.

Dansleikurinn verður haldinn í samstarfi við veitingastaðinn 1862 sem mun bjóða upp á matseðil tengdan skemmtuninni, þannig að nú er bara að panta borð, fara í betri fötin og pússa dansskóna. Miðasala er á mak.is og verður takmarkað magn af miðum í sölu.

Nýjast