Á morgun, laugardagskvöldið 7. apríl, ætla N3 plötusnúðar, Hólmar og Þórhallur ásamt Páli Óskari að halda dúndrandi Dynheimaball í Sjallanum. Dynheimaböllinn svokölluðu hafa slegið í gegn á Akureyri. Um er að ræða nostalgíu dansleiki þar sem tónlistin frá sjötíu-, áttatíu og eitthvað fær að vera í aðalhlutverki, en það er sú tónlist sem heyrðist í Dynheimum á þessum árum. Síðasta Dynheimaball var um verslunarmannahelgina og þá voru um 1000 manns sem mættu. Sérstakur gestur á þessum dansleik verður Páll Óskar en hann mun taka nokkur diskólög eins og honum einum er lagið.
Eins og áður segir er fortíðarþráin á sínum stað en margir hafa sendt inn gamlar myndir frá þessu tímabili sem munu fá að njóta sín í Sjallanum. Húsið opnar kl. 23:00 og er 30 ára aldurstakmark. Þetta er tækifæri til að skemmta sér í Sjallanum í síðasta skiptið, ef svo færi að honum yrði breytt í hótel, segir í fréttatilkynningu.