Dulli og húsnæðismál Húsvíkinga í Himnaríki

Guðlaugur Laufdal tekur hér nettan dúett með öðrum tónlistarmanni frá Húsavík, Johnny King. Mynd: JS
Guðlaugur Laufdal tekur hér nettan dúett með öðrum tónlistarmanni frá Húsavík, Johnny King. Mynd: JS

Húsvíkingurinn Guðlaugur Laufdal Aðalsteinsson var eitt sinn umfjöllunarefni í sjónvarpsþætti Jóns Ársæls, Ísland í dag. Dulli var jákvæður og brattur að vanda og treysti mjög á Guð almáttugan og þá feðga báða.

Hann ræddi meðal annars fasteignamál í Himnaríki og sagði að það væri þegar búið að taka þar frá fyrir sig húsnæði þegar hann flytti á staðinn, og kvaðst meira að segja hafa fengið að sjá húsakynnin. Jón Ársæll varð himinlifandi við þessa yfirlýsingu og spurði hvort um væri að ræða raðhúsaíbúð. Nei, kvað Dulli: „Þetta er sjálfsögðu einbýlishús með risi, hvítt með rauðu þaki!“

Það er ekki að spyrja að Húsvíkingum, þeir láta auðvitað ekki bjóða sér hvaða kjallaraholu sem er - ekki einu sinni í Himmnaríki. JS


Nýjast