Dularfullt ljós féll til jarðar við Svalbarðsströnd

Lögreglan á Akureyri og menn úr björgunarsveitinni Súlum leituðu án árangurs í nótt á Svalbarðsströnd og á Miðvíkurfjalli að einhverju, sem skýrt gæti torkennilegt grænleitt ljós, sem tilkynnt var um að þar hafi fallið til jarðar laust eftir miðnætti.

Lögregla efast ekki um trúverðugleika mannsins sem sá ljósið eftir að hafa rætt við hann ítarlega í nótt. Eftir að ljósið dó út var eins og reykur stigi þar upp að sögn sjónarvottsins en engar skýringar hafa enn fundist á þessu fyrirbrigði, segir á vef Vísis.

Nýjast