“Þú getur rétt ímyndað þér að þetta verðlaunafé mun koma sér vel fyrir mig og mitt langveika barn svona rétt fyrir jólin,” sagði Bergný í samtali við Vikudag eftir að úrslitin höfðu verið tilkynnt.
Slagorðið á veggspjaldi Bergnýjar er “Drögum tjöldin frá!”, og á mynd á spjaldinu má sjá heimilisofbeldi inn um glugga. Bergný segir að hugmyndina að veggspjaldinu hafi hún fengið úr veruleikanum heima á Seyðisfirði þar sem í húsi í næsta nágrenni við hana hafi kynbundnu ofbeldi verið beitt og enginn í nágrenninu vitað um það. “Ekki fyrr en sjúkrabíllinn kom,” segir Bergný og segir að málin hefðu þróast öðruvísi ef gluggatjöldin hefðu verið frádregin.
Það voru Jafnréttisstofa, verkefnið “Karlar til ábyrgðar” og Myndlistarskólinn á Akureyri sem stóðu að samkeppninni. Nemendur í Myndlistarskólanum unnu veggspjöld og fengu þrjú þeirra viðurkenningu. Í öðru sti varð Helgi Vilberg Helgason og í þriðja sæti Eiríkur Arnar Magnússon. Það voru þau Kristín Ástgeirsdóttir, Einar Gylfi Jónsson og Andrés Ragnarsson sem afhentu verðlaunin, en í dómnefnd voru: Bergljót Þrastardóttir frá jafnréttisstofu, Tryggvi Hallgrímsson fyrir “Karlar til ábyrgðar”, Margrét Lindquist frá Myndlistarskólanum, og Ólafur Númason grafískur hönnuður frá Geimstofunni.