Bjarni Sigurðsson formaður hverfisnefndar Naustahverfis á Akureyri hefur dregið erindi, sem hann lagði fram í viðtalstíma bæjarfulltrúa nýverið, til baka. Þetta gerir Bjarni í ljósi síðasta bæjarstjórnarfundar þar sem meirihluti bæjarstjórnar komst að þeirri niðurstöðu að Ólafur Jónsson væri vanhæfur til að greiða atkvæði um Dalsbraut. Þetta kemur fram í fundargerð frá fundi stjórnsýslunefndar í vikunni en bæjarráð hafði vísað erindi Bjarna til nefndarinnar.
Stjórnsýslunefnd telur málinu því lokið. Ólafur Jónsson skrifaði grein um málið í Vikudag í vikunni en greinina má finna hér á vefnum, undir; Aðsendar greinar.