Dregið var í undanúrslit í bikarkeppni Blaksambands Íslands í dag, Asicsbikarnum, í karla-og kvennaflokki. Í karlaflokki mætast annars vegar Þróttur R. og Stjarnan og hins vegar HK og KA. Í kvennflokki mætir utandeildarliðið Eik frá Akureyri liði Íslandsmeistara Þróttar frá Neskaupsstað en í hinni viðureigninni mætast Afturelding og HK. Í karlaflokki hefur KA titil að verja sem ríkjandi bikarmeistari. Undanúrslitaleikirnir fara fram laugardaginn 17. mars í Laugardalshöllinni og úrslitaleikirnir daginn eftir.